Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fór fram síðastliðinn laugardag.
Talið var að um 400 manns hafi mætt og yfir 300 hafi lagt leið sína upp í hlíðarnar eftir skemmtiatriði frá Ara Eldjárn og Bigga Sævars.
Meðal þeirra sem gengu voru Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og atvinnumálaráðherra, og flokkssystir hans, Þórunn Egilsdóttir, sem sótt hefur þjónustu í Ljósið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu upp hlíðarnar með okkur! Sérstakar þakkir sendum við til Fjallakofans, Skátanna, Sonik, Björgunarsveitarinnar Kjalar og Dynjanda.
Okkar kæri Ragnar Th. var á svæðinu með myndavélina og fangaði mörg skemmtileg augnablik – Gjörið þið svo vel!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.