„Okkur varð hugsað til Ljóssins því það er einn af þessum stöðum þar sem maður sér berum augum í hvað gjafirnar fara í. Við búum í hverfinu og höfum líka verið aðstandendur fólks sem hefur sótt þjónustu í Ljósið. Það skiptir máli að styðja við svona starf“ sagði Halldór Hreinsson þegar Birna Markús, íþróttafræðingur í Ljósinu tók á móti 60 höfuðljósum í gær. Ljósin eru gjöf frá Fjallakofanum og eru ætluð Ljósinu til eignar. Við getum þá haft auka birgðir ef fólk sem tekur þátt í Ljósafossinum niður Esjuna er að einhverri ástæðu ekki með ljós með sér.
Þessu til viðbótar verða ljósin notuð í útivistarhópum Ljóssins en þeir eru í gangi allt árið um kring og því virkilega dýrmætt að hafa búnað til að tryggja öryggi hópanna okkar.
Við sendum okkar hjartans þakkir til allra í Fjallakofanum og gleðjumst yfir að geta verið enn betur búin fyrir Ljósafossinn okkar niður Esjuna næstkomandi laugardag.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.