Snyrtinemar FB í Ljósinu

Útskriftarnemar af snyrtibraut FB óskuðu eftir að fá að koma í Ljósið og æfa sig í að farða þau fögru flóð sem hingað koma. Að sjálfsögðu var tekið fagnandi við slíkri beiðni. Því er skemmst frá að segja að hingað komu átta efnilegir verðandi förðunarfræðingar sem drógu fram það besta í módelum sínum. Módelunum þótti mikið til koma og var ekki hægt að heyra annað en að allir hafi farið sáttir frá borði (snyrtiborði) bæði nemar og módel.

Takk innilega fyrir komuna FB skvísur og Ljósaskvísur

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.