Langar þig að styrkja þig til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst ?

Við í Ljósinu ætlum að hjálpa þér til þess.

fjoladrofn.jpgÚtihópur sem leggur áherslur á styrktaræfingar, skokk og hlaup fer af stað fimmtudaginn 28. apríl nk. kl 15:30

Við í Ljósinu yrðum afskaplega þakklát ef hópurinn myndi skrá sig inná hlaupastyrkur.is og hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni þann 20. ágúst nk., hvort sem það eru Ljósberar, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir.

 

Æfingar verða á fimmtudögum kl 15:30 – 16:30  og hentar öllum, byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum.

Aðaláhersla verður lögð á styrktaræfingar og stutta spretti en einnig verður möguleiki á að fá leiðbeiningar um aðrar hlaupaæfingar.

Æfingarnar fara fram utandyra, í Laugardalnum, þannig að góður hlífðarfatnaður og góðir skór eru nauðsyn.

Þjálfari hópsins er Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur og margreyndur maraþonhlaupari.

Inná hlaupastyrkur.is er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir Ljósið.

Skráning hjá Ljósinu í síma 5613770 – Æfingarnar eru ykkur að kostnaðarlausu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.