leshopur.jpg

Leshópurinn er á föstudögum kl.13.00 

Langar þig að njóta þess að hitta aðra bókaorma og fá hvatningu til að lesa örlítið meira en venjulega.

Þá er leshópur Ljóssins tilvalinn fyrir þig.

Þađ er alltaf glatt á hjalla í Leshópi Ljóssins sem hittist á mánudögum kl. 13:15. Næst verđur lesin bókin "Bara ef …" eftir Jónínu Leósdóttur.

Allir áhugasamir velkomir, líka þó ekki hafi tekist ađ lesa fyrirfram. 

Sú sem fer fyrir hópnum heitir Elín Stephensen sérkennari.

Endilega skráið ykkur í síma 5613770

 Á fyrsta fundi velur hópurinn í sameiningu bók til að lesa og fyrir hvern fund verða lesnir 1 – 3 kaflar (eftir lengd) sem verður svo spjallað um. Þau sem hafa lesið eitthvað fleira verða beðin um að segja frá og miðla til hinna upplýsingum um góðar/skemmtilegar bækur til að lesa. Svo verður örugglega tími fyrir spjall um allt það sem fólki dettur í hug út frá bókum og bóklestri eða öðrum áhugamálum. Aðalatriðið er að njóta þess að hitta aðra bókaorma og fá hvatningu til að lesa örlítið meira en venjulega. Það verður ekki skilyrði að mæta lesin/n í hvert skipti.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.