ungmenni.png

Þetta námskeið er samstarfsverkefni Ljóssins og Foreldrahúss og er í boði fyrir unglinga sem eru aðstandendur þeirra sem hafa greinst með krabbamein. Unglingarnir fá tækifæri að skoða  sjálfan sig, sitt nánasta umhverfi og þær aðstæður sem þeir eru í útfrá samskiptum,tilfinningum og hegðunum. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstraust og sjálfsmynd í gegnum upplifun, sköpun og tjáningu í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.

Nýtt námskeið hefst 5.febrúar

Lengd: 8 vikur, einu sinni í viku, 1 og ½ klst. í senn.

Fimmtudagar kl: 18.00 – 19.30

Fjöldi: 8-14 einstaklingar

Aldur:   13-15 ára  

Leiðbeinendur:

Elísabet Lorange,kennari og listmeðferðarafræðingur,

Alexander ráðgjafi og Kristján íþróttafræðingur

 

1.-2. Tími  TRAUST

Hópurinn fær að kynnast í gegnum ýmis verkefni. Umræður og verkefni varðandi sjálfsmynd og hlutverk.  Settar eru upp reglur og rammi sem hentar hverjum hóp fyrir sig. Eina fasta reglan er að það ríkir trúnaður bæði hvað varðar unglingana og ráðgjafana. 

Kristján – Hópeflisæfingar sem byggja á trausti.

 

3.-4. tími  SAMSKIPTI

Unnið almennt með samskipti og útfrá því fá allir tækifæri að skoða sín samskipti við fjölskyldu, vini og í skólanum.  Hver og einn fær að tjá sig frjálst og er alltaf gengið útfrá því að þau velja hvað er rétt fyrir sig að gera og segja hverju sinni.

 

 5. Tími   GAMAN SAMAN

Hópurinn vinnur saman að því að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt með aðstoð ráðgjafa.

Kristján – Spila saman/ elda mat saman

 

6. -7. tími  SJÁLFSÞEKKING

Umræða og verkefni varðandi líðan og hvernig hægt er að styrkja sjálfan sig og hlúa að sér sjálfum

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.