Nýtt námskeið í Ljósinu

gegga.jpgSmilerinn þú í friði, gleði og sátt.

Miðvikudagana 12. og 19. nóv.
kl.10:00-14:30 með hádegismat.
Verð 4.000,-

Skráning í síma 5613770

 

Hugmyndafræði Smilers útskýrir hvernig og hversvegna þú getur orðið hamingjusamari í dag en í gær…og já það er einfaldara en þú heldur. 😉

Við erum hugur, líkami og sál en gleymum oft því síðastnefnda sem er þó grunnur að ÖLLU öðru!
Á námskeiðinu kynnist þú sköpunarkrafti þínum, og hvernig þú getur nýtt þér hann.
Lögð er áhersla á að efla vellíðan og frið hið innra, með fyrirlestrum, ýmsum æfingum og hugleiðslu (m.a. mindfullness)
Kynnt verður aðferð Byron Katie The Work sem er öflugt tæki til að öðlast frið, gleði og sátt.
Námskeiðin hjá Geggu hafa verið mjög vinsæl og gefandi.
Gegga er höfundur Smiler ( smiler.is ) og starfar sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði LSH. Hún er einnig með BA frá Listaháskóla Íslands. Gegga hefur sótt fjölda námskeiða í andlegum fræðum, m.a. hjá Neale Donald Walsh ( höfund bókanna Samræður við Guð) og Byron Katie.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.