Námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra – ungmennahópar.

ungmenni.jpgHefjast 2. október 2014

Lengd: 8 skipti – einu sinni í viku, 1 og ½ klst. í senn.

Fimmtudagar kl: 18.00 – 19.30 aldur: 13-15 ára 8-9-10 bekkur

Fimmtudagar kl. 19:30-21:00 aldur: 16-20 ára

Leiðbeinendur: Elísabet Lorange, kennari og listmeðferðarfræðingur,

Alexander M. Elísasson ráðgjafi og Kristján Th. Friðriksson íþróttafræðingur .

Námskeiðin eru í boði fyrir ungmenni sem eru / hafa verið aðstandendur krabbameinsgreindra.

Hópurinn fær að kynnast í gegnum ýmis verkefni til dæmis varðandi sjálfsmynd, hlutverk, líðan og hvernig þau styrkja og hlú að sjálfum sér. Það fá allir tækifæri að skoða sín samskipti við fjölskyldu, vini og í skóla. Hópurinn vinnur saman að því að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt með aðstoð ráðgjafa. Hver og einn fær að tjá sig frjálst.

Námskeiðin eru ungmennunum að kostnaðarlausu. Skráning og upplýsingar í síma 5613770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.