Nýtt í Ljósinu – Snyrting og dekur

bl_andlitsbad.png

Ljósið bíður nú uppá einkatíma hjá snyrtifræðingi, hægt er að panta tíma í eftirfarandi dekur. Snyrtifræðingur Ljóssins notar eingöngu snyrtivörur frá Blue Lagoon.

Tímarnir eru hugsaðir fyrir bæði kynin.

Föstudagar  allar meðferðir og þriðjudögum er hand og fótsnyrting.

Tímapantanir eru í síma  5613770  

Snyrtifræðingur Ljóssins er Arna Eir Árnadóttir

ATH! Tímarnir eru eingöngu ætlaðir krabbameinsgreindum og aðstandendum

Meðferðir með Blue Lagoon húðvörum:
Blue Lagoon húðverndarvörurnar eru byggðar á virkum efnum heilsulindarinnar og gera fólki kleift að njóta hluta þessa einstaka vistkerfis hvar og hvenær sem er. Kremin eru öll hágæðakrem án aukaefna.
Sjá nánar um meðferðir og Blue Lagoon vörurnar hér neðar…

Blue Lagoon kraftaverkaandlitsbað 60 mín – kr. 5000 – 

Þetta einstaka andlitsbað hefur styrkjandi og endurlífgandi áhrif á húð. Hefst á hreinsun og djúphreinsun húðar. Því næst er slakandi herða-, háls- og höfuðnudd. Meðferðin endar á kraftaverka maska tvennu, en samspil hennar veitir húðinni ljóma, orku fallega áferð og næringu.

Blue Lagoon andlitsdekur 30 mín – kr. 3500 –

Meðferðin felst í hreinsun, næringu og róandi og slakandi herða-, háls- og höfuðnuddi. Nuddið örvar blóðflæði og starfsemi húðar og dregur úr spennu í stífum vöðvum.Veitir húðinni næringu og dregur fram ljóma.

Blue Lagoon fótadekur 30 mín – kr. 3000 –

Sannkallað fótadekur sem styrkir þreytta og þurra fætur. Inniheldur létta fótsnyrtingu og salt skrúbb sem örvar blóðflæði og mýkir húð. Ljúft fótanudd í lokin dregur úr þreytu og veitir vellíðan.

Blue Lagoon handadekur 30 mín – kr. 3000 –

Blue Lagoon handadekur hefst á léttri handsnyrtingu og salt skrúbbi sem hefur mýkjandi og nærandi áhrif. Handanudd í lokin gerir meðferðina að sannkölluðu dekri. Veitir fallega snyrtar og mjúkar hendur.

 

Einnig er boðið uppá litun og plokkun.

Litun og mótun augnhár/brúnir 30 mín kr. 3.000

Litun og mótun brúnir 30 mín kr. 2.500-

Mótun á augabrúnum 15 mín kr.1.000-

bl_kisilmaski.png

 

 

  bluelagoon_logo.jpg

 

 

 

 

Um Blue Lagoon húðvörur:

Blue Lagoon húðvörurnar veita fullkomið samræmi milli náttúru og vísinda. Þær eru byggðar á náttúrulegum Blue Lagoon Jarðsjó sem þekktur er fyrir lækningamátt og virk efni.

Blue Lagoon jarðsjórinn, lækningamáttur hans, efnasamsetning og lífríki er einstakt. Blue Lagoon húðvörurnar byggja á jarðsjónum, innihaldsefnum hans og lífvirkni, virkni jarðsjávarins er haft að leiðarljósi við alla vöruþróun. Kísill, þörungar og steinefni eru uppistaða virkra efna í Blue Lagoon húðvörum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þörungarnir draga úr öldrun húðarinnar með því að viðhalda kollagenbúskap hennar, kísillinn styrkir starfsemi efsta varnarlags húðarinnar og steinefnin veita húð nauðsynlega næringu. Þessir eiginleikar stuðla að því að draga úr fínum línum og hrukkum, viðhalda þéttleika húðarinnar, veita raka, næringu og aukna vellíðan.

Blue Lagoon þriggja þrepa orkumeðferð er byggð á þremur mikilvægum þáttum í daglegri umhirðu húðarinnar til að hreinsa, gefa orku og næra. Húðin verður hrein, endurnærð og ljómandi af orku.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.