Finnur þú til í líkamanum?

 
Fyrirlestur í Ljósinu mánudaginn 30. sept kl. 11:00-12:00
um Bara stuðningspúða

BARA vörurnar eru hannaðar af Bjargey Ingólfsdóttur iðjuþjálfa og njóta vinsælda hjá fólki sem er með stoðkerfisvanda í herðum, handleggjum, hálsi og baki.

Stuðningspúðarnir baraAPPLE (eplið) og baraPEAR(peran) létta þunga handleggjanna og minnka vöðvaspennu í herðum, handleggjum og baki. Þeir nýtast bæði til hvíldar og við ýmiskonar iðju eins og handavinnu, lestur og við tölvuvinnu. Þessir púðar hafa reynst fólki vel sem er með sogæðabjúg í höndum og er hægt að sækja um þá til Sjúkratrygginga Íslands.

Hægt verður að prófa BARA vörurnar á meðan kynningin fer fram.

bara2.jpgbara1.jpgbara3.jpg

Allir velkomnir

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.