Fréttatilkynning frá stjórnum knattspyrnudeilda Fjölnis og Þróttar

Innkoma af leik Fjönis og Þróttar fer óskert til söfnurnar
Sigga Hallvarðs fyrir Ljósið

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hefur ákveðið að öll innkoma af heimaleik Fjölnis gegn Þrótti í 1. deild karla fimmtudaginn 29. ágúst renni óskert til söfnunar Sigurðar Hallvarðssonar fyrir Ljósið, sem er stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstaðendur þeirra. Siggi er meðal leikja- og markahæstu manna í sögu Þróttar og sonur hans Aron Sigurðarson er lykilmaður hjá Fjölni. 

Siggi verður sérstakur heiðursgestur og mun leiða liðin inn á völlinn ásamt leikmönnum úr 6. flokki Fjölnis og Þróttar. 

Stjórnir knattspyrnudeilda Fjölnis og Þróttar hafa sameinað krafta sína í þessu verkefni og hvetja alla stuðningsmenn liðanna til að mæta á völlinn á fimmtudaginn. 

Daginn eftir leikinn, föstudaginn 30. ágúst, mun Siggi hefja áheitagöngu fyrir Ljósið. Hann leggur upp frá Hveragerði og ætlar að ganga sem leið liggur að húsnæði Ljóssins við Langholtsveg. 

Siggi á það inni hjá stuðningsmönnum beggja liða að þeir mæti á völlinn og gefi honum þannig gott start í þessu frábæra átaki hans fyrir Ljósið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.