Kynstrin öll – Gjöf til Ljóssins

kynstrin_oll.jpgSnilld í sumar, hægt að spila allstaðar, sumarbústaðnum, úti á palli eða bara í bílnum.

Kynstrin öll er sprenghlægilegt partýspil sem vekur eldfjörugar umræður meðal leikmanna um allt milli himins og jarðar í sambandi við samskipti kynjanna og kynferðismál.

 

Ljósið hefur fengið að gjöf frá Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, höfundi spilsins 60 stk til sölu og allur ágóði af sölu þess rennur til Ljóssins. Spilið kostar kr.5500 og verður til sölu í Ljósinu, Langholtsvegi 43.                                           

Ljósið þakkar Jónu Ingibjörgu kærlega fyrir þennan styrk.                     

Spilið sem er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Markmið leiksins er að vera fyrst(ur) til að safna öllum hamingjuvörðum sem tryggja leikmönnum bjarta framtíð í kynferðismálum.

Spilið byggist ekki á að fólk segi frá eigin kynlífsreynslu, það eru engar „verklegar“ æfingar í spilinu heldur bara fyndnar og skemmtilegar spurningar um kynferðismál sem vekja upp líflegar og fjörugar umræður. Spilið er ætlað aldrinum 15 – 100 ára 🙂
kynstrin.jpg

Nokkara umsagnir um spilið:

  

 

 

Umsagnir um spilið:

„Kynstrin öll er alveg frábært spil! Það er skemmtilegt, fræðandi og býður upp á fjörugar umræður – allt í senn.
 
Spilið er líka svo nýtt og ferskt, öðruvísi en öll hin spilin. Við hlógum mikið og skemmtum okkur konunglega!“
 

“Kynstrin öll kom mér virkilega á óvart. Ég hef sjaldan haft jafn gaman af borðspili. Spilið vakti skemmtilegar umræður og það var mikið hlegið í hópnum.”

 

„Það sem kom mér mest á óvart var hvað spilið skapaði góðan anda fyrir opna og jákvæða umræðu um kynlíf. Lærir mikið af skemmtilegum fróðleik “

 ,,Kynstrin öll er umfram allt skemmtilegt spil, sem fjallar um kynlíf á heilbrigðan hátt. Frábært partíspil!”  

Einnig er hægt að lesa frábæra umfjöllun Siggu Lund hér

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.