Ungliðahópur Ljóssins,SKB og Krafts

unglidar.jpgUngliðahópurinn er samstarfsverkefni Ljóssins, SKB og Krafts,  fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Fimmtudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi kl. 19:30 mun Ungliðahópurinn halda matreiðslukvöld þar sem Beggi og Pacas mæta á svæðið, halda uppi fjörinu og elda með okkur girnilegan og gómsætan mat. Við munum hittast í húsnæði SKB í Hlíðarsmára 14, 201 Kópavogi (fyrir aftan Nings). Ég hvet alla Ungliða á aldrinum 18-29 ára til þess að mæta, hafa gaman með okkur og læra í leiðinni nýja takta í eldhúsinu.

Nánari upplýsingar eru á síðu Ungliðahópsins á Facebook – Ungliðahópurinn veturinn 2012-2013

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.