Námskeið með Lótushúsi í Ljósinu

lotus_hus.jpgHugleiðsluskólinn  heldur áfram

Mánudagana 25.feb, 4.mars, 11. mars, og 18.mars Kl:12:30-13:00

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.  Hugleiðslan hjálpar okkur að læra að ríkja yfir eigin huga, öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa. Í heimi sívaxandi hraða og streitu, er fátt dýrmætara en að geta staldrað við í amstri dagsins, stigið út úr verkefnum sínum um stund og upplifað innri frið og styrk. Slík iðkun þarf ekki að taka langan tíma en getur skipt sköpum fyrir líðan okkar og árangur í lífi og starfi.

Við verðum í jógasalnum

Skráning í síma 5613770 – ókeypis

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.