Félagamaraþon Ljóssins

felaga-marathon_-tommi.jpgKæru Ljósberar

Félagamaraþoninu lauk formlega í gær og viljum við þakka ykkur öllum sem lögðu hönd á plóginn.  Við erum nú komin uppí 2.454 félaga og höfum við því safnað um 2000 nýjum félögum á einum mánuði.  FRÁBÆRT..  það ríkti hátíðarstemning í Ljósinu okkar í gær og var dregið um glæsilega vinninga. Má þar nefna 3 vinninga í  hótelgistingu með kvöldverði og morgunmat. 3 vinninga í Borgarleikhúsið og einn vinning á Argentínu.  Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju.  Þótt félagamaraþoninu sé formlega lokið þá er ekkert því til fyrirstöðu að við höldum áfram og þeir sem safna 10 einstaklingum á blað fá áfram frítt í mat og  nudd.  Gaman væri að koma kerlingunni á toppinn en það eru 3000 félagar. Innilegar þakkir enn og aftur öll þið sem hjálpuðu okkur LIFI LJÓSIÐ

Okkur langar að vekja athygli á þeim 7 aðilum sem söfnuðu mest, en það voru þau:

Sigurður Hallvarðsson með 162 nýja félagasiggi_-_konungur_ljssins.jpghann var krýndur konungur Ljóssins

Sigurlín Jónsdóttir með 135 nýja félaga
Tómas Hallgrímsson með 114 nýja félaga
Rakel Sara Magnúsdóttir með 100 nýja félaga
Arna Guðmundsdóttir með 84 nýja félaga
Rósa Björg Karlsdóttir með 81 nýja félaga
Ólafur Jóhannsson með 72 nýja félaga.                                                       

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.