Ljósið og Sjúkraþjálfun Styrkur fara í samstarf

logo_ljosid_big.gifstyrkur-logo.jpg

 


Ljósið endurhæfing og Sjúkraþjálfun Styrkur hafa tekið upp formlegt samstarf. Með samstarfi þessara endurhæfingastöðva er boðið upp á fjölbreytt endurhæfingaúrræði fyrir krabbameinsgreinda einstaklinga bæði karlmenn og konur. Þjónustan er bæði einstaklingsmiðuð en jafnframt er lögð áhersla á þátttöku í hópum. Styrkur sjúkraþjálfun mun fljótlega byrja með sérhæfða hópa í sjúkraþjálfun fyrir karlmenn. Guðmundur Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari mun vinna bæði hjá Ljósinu og Styrk og verður þannig samnefnari fyrir báðar stöðvar. Ljósið býður uppá líkamsrækt í samvinnu við Hreyfingu heilsurækt og er það hugsað fyrir þá sem geta nýtt sér almenna líkamsræktarstöð undir handleiðslu fagfólks.
Mikil þörf er á heildrænni þjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga og samstarf Ljóssins og Styrks þáttur í því að svara þeirri eftirspurn.

 

styrkur_-_ljsi.jpg

Auður Ólafsdóttir Yfirsjúkraþjálfari Styrks, G.Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari, Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi, forstöðukona Ljóssins


Símanúmer: Styrkur Sjúkraþjálfun 587-7750
Ljósið endurhæfing 561-3770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.