kraftur.jpg

  Fræðslufundur um Kynlíf og krabbamein

Þriðjudaginn 2. mars kl. 20:00-22:00 býður Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, upp á fræðslufund um kynlíf og krabbamein. Farið verður yfir það hvernig krabbameinsmeðferð getur haft áhrif á kynlíf ungs fólks, líkamsímynd og margt fleira sem við höfum e.t.v. ekki kjark til að tala um. Fyrirlesarar eru Kraftsfélagarnir Hildur Björk Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, iðjuþjálfi (Sassa). Þær byggja fyrirlesturinn á ráðstefnu sem þær sóttu erlendis, eigin reynslu og annarra. Boðið verður upp á léttar veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 þar sem Kraftur er til húsa.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.