s-nudd2.jpgNú er hægt að panta svæðanudd auk þess sem heildræna nuddið heldur áfram.

Guðrún Ingólfsdóttir svæðanuddari mun verða hjá Ljósinu í vetur, annan hvern mánudagsmorgunn.  60 mín, og kostar tíminn kr. 4000,-

Nuddið er eingöngu ætlað krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra

Hvað er svæðanudd?

Svæðanudd eins og er stundað á Íslandi er í raun blanda af tveimur erlendum meðferðargreinum. Zonetherapi sem þýðir svæðanudd og reflexology sem þýðir viðbragða- og svæðameðferð. Hugmyndin á bakvið svæðanudd er að allir líkamshlutar eigi sér samsvörun á fótum og höndum. Að það til séu svæði eða viðbragðpunktar sem svara til hvers líffæris, innkirtils og allrar starfsemi líkamans í heild að líkaminn og líkamlegt ástand endurspeglist í fótunum. Með því að nudda eða þrýsta á þessi svæði koma fram jákvæð áhrif á líffærakerfi og uppskeran er slökum og jafnvægi. Það er líka samspil orkurása, kenningar um orkubrautir og punkta á orkubrautunum.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.