maraon_20090613_1137391638.jpgReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram á laugardaginn þann 22.ágúst, þegar 11.487 hlauparar á öllum aldri hlupu um götur borgarinnar. Aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Það hlupu alls 164 fyrir Ljósið og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir stuðningin.

Mikil stemming skapaðist hjá klappliði Ljóssins þetta árið eins og síðustu ár, og alltaf verður hópurinn fjölmennari. Það heyrðist sagt að nú hefðu gamlir draumar ræst hjá mörgum að vera klappstýra með dúska og fínheit Smile Þökkum öllum klöppurum fyrir samveruna á laugardag og sjáumst að ári.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.