maraon_20090613_1549379077.jpg Nú líður að árlega Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem verður þann 22 ágúst n.k, eins og undanfarin ár geta hlauparar hlaupið fyrir Ljósið á menningarnótt í íslandsbankahlaupinu.Á marathon.is er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir Ljósið. Endilega ef þið þekkið einhverja hlaupara að benda þeim á að hlaupa fyrir okkur, svo er hægt að heita á alla sem hlaupa fyrir Ljósið.

Allar nánari upplýsingar og skráning er á marathon.is

Klapplið Ljóssins

Undanfarin ár höfum við fjölmennt í klapplið til að hvetja alla hlaupara áfram og sérstaklega þá sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni á menningarnótt.   Nú biðlum við til ykkar allra sem viljið koma og vera í stemningunni með okkur laugardaginn 22 ágúst.Það verður  boðið uppá kaffi / kakó og samlokur.Smile Við erum fyrir neðan JL húsið og erum mætt á staðinn kl. 9:00 á laugardagsmorgni, erum fram að hádegi við JL húsið en færum okkur uppá horn þegar skemmtiskokkið fer framhjá.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.