Jólastund í Ljósinu

Það verður sannkölluð jólastemning hjá okkur á morgunn fimmtudag,

kl 13:30 verður lesin jólasagan Hlutaveikin eftir þórarinn Eldjárn, sem er fyndin og skemmtileg jólasaga fyrir alla aldurshópa. Það tekur um 20-25 mínútur að lesa hana.  Heitt kakó og smákökur á eftir.  Endilega takið fjölskyldumeðlimi með. Sú sem les heitir Guðfinna Rúnarsdóttir og langar hana að gefa Ljósinu þennan upplestur í tilefni af því að vinkona hennar varð fimmtug um daginn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.