Fyrirlestur í Ljósinu

Fimmtudaginn 4. desember kl. 13:30
Leitin að bættri líðan með Halldóru Sigurdórsdóttur
Spennandi fyrirlestur, allir velkomnir
Halldóra stóð frammi fyrir vandamáli sem hún vissi ekki hvernig ætti að lifa með og hvað þá hvernig ætti að leysa. Halldóru hefur lærst það augljósa á liðnum árum, að maðurinn ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi og um leið eigin líðan. Hann fær þetta eina líf í vöggugjöf og ætti að lifa því eins vel og skynsamlega og kostur er. Það er svo ótal margt sem hægt er að gera til að láta sér líða vel eða betur þegar það á við.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.