Stuðningur við fólk sem hefur misst ástvin.

Fyrir þá sem hafa misst ástvin er hægt að leita stuðnings á ýmsum stöðum en við bendum ykkur einnig ef við á að hafa samband við ykkar trú- eða lífsskoðunarfélag.

Sorgarmiðstöð 
Veita aðstandendum stuðning, upplýsingar, fræðslu og fleira. Þjónusta þeirra er öllum opin.

Ný Dögun
Starfsemin felst í stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis ásamt almennri fræðslu og fyrirlestrum um sorg og sorgarviðbrögð.

Ljónshjarta
Ljónshjarta eru stuðningssamtök fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri.