Viltu stjórna eigin hugsunum og læra að hugleiða

Námskeið í samvinnu við Lótushús hugleidsla_2.jpg   Næsta námskeið auglýst síðar                   Jákvæð hugsun:     „Þú ert það sem þú hugsar!“ Hugsanir mínar um eigið sjálf og aðra hafa bein áhrif á sambönd mín, bæði sambandið við sjálfan mig og aðra. Traust, kærleikur, virðing, skilningur og góð samskipti einkenna öll góð sambönd. Er ég minn eigin vinur og félagi?   Hugleiðsla:  Viltu læra að iðka hugleiðslu? Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.  Hugleiðslan hjálpar okkur að læra að ríkja yfir eigin huga, öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.   Markmið námskeiðisins: Markmið námskeiðisins  er að veita aukinn skilning á eðli hugsanana og kyrra hugann með hugleiðslu. Þú munt læra einfaldar aðferðir til að tileinka þér jákvæðara og uppbyggilegra viðhorf heima fyrir, í vinnunni og í samskiptum þínum við annað fólk.