Í fyrsta viðtali sjúkraþjálfara er markmiðið að meta stöðu einstaklings í sínu meðferðarferli og hefja líkamlega endurhæfingu í samræmi við það. Veitt er persónuleg rágjöf með tilliti til heilsufarslegra- og félagslegra þátta til að virkja og hvetja til hreyfingar og þjálfunar í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Sjúkraþjálfarinn metur einnig þörf fyrir sértæka þjónustu vegna krabbameins og/eða krabbameinsmeðferðar s.s. sogæðabjúgs, og býður upp á viðeigandi meðferðarferli.  Þessu til viðbótar gerir sjúkraþjálfarinn heilsufarsmælingar t.d. þrekpróf, mælingu á blóðþrýstingi, púlsi og líkamssamsetningu. Markmið með líkamlegri endurhæfingu eru skráð og endurhæfingaráætlun sett saman út frá þeim.

Athugaðu að ekki er um beina skoðun á kvillum eða bekkjarmeðferð hjá sjúkraþjálfara að ræða.

Sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar Ljóssins halda utan um líkamlega endurhæfingu og fylgja þér eftir með reglubundnum viðtölum.

 

UNDIRBÚNINGUR FYRIR MÆLINGAR:

 • Forðist mat, drykk og koffín um 2 klst. fyrir viðtal.
 • Mæta í þægilegum fötum (t.d. íþróttafötum) og með íþrótta- eða strigaskó.
 • Mikilvægt að taka inn öll lyf eins og venjulega þennan dag ef það á við.

 

Þjálfarateymi Ljóssins:

 • Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari – aslaug@ljosid.is
 • Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari – erlaolafs@ljosid.is
 • Guðrún Erla Þorvarðardóttir, íþróttafræðingur – gudrunerla@ljosid.is
 • Hanna Björg kjartansdóttir, íþróttafræðingur – hanna@ljosid.is
 • Inga Rán Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari – inga@ljosid.is
 • Kolbrún Lís Viðarsdóttir, sjúkraþjálfari og sér um sogæðanudd
 • Margrét Arna Arnardóttir, íþróttafræðingur og jógakennari Ljóssins – arna@ljosid.is
 • Mark Bruun Kristensen, íþróttafræðingur –  mark@ljosid.is
 • Rósa Mjöll Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari – rosa@ljosid.is
 • Stefán Diego, íþróttafræðingur – stefan@ljosid.is

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Fyrir þá sem hafa endurhæfingarþarfir vegna krabbameinsgreiningar og meðferðar.

Umsjón: Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir
thjalfarar@ljosid.is til að tilkynna forföll

Tímapantanir í síma 561-3770