Viðtöl við næringarfræðing

Hægt er að panta viðtal í næringarráðgjöf. Markmið viðtalanna er að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf byggða á áhugahvetjandi samtölum. Farið er yfir fæðissögu og fundnar leiðir til að setja raunhæf markmið til að bæta mataræðið eða leysa næringartengd vandamál.

Hægt er að panta tíma í næringarráðgjöf hjá Elísabetu Heiður Jóhannesdóttir, næringarfræðingi í Ljósinu, í síma 5613770.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Fyrir krabbameinsgreinda, hvenær sem er í meðferð eða endurhæfingu.

Umsjón: Elísabet Heiður Jóhannesdóttir, næringarfræðingur

Tímapantanir í síma 561-3770