Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í þá átt sem þú vilt, með frábæran fagaðila þér við hlið.

Markþjálfun er samtalsaðferð sem miðar að því að hjálpa þér að skilgreina persónuleg markmið þín og finna hvaða skref eru mikilvægust að taka til að ná þeim markmiðum á sem skilvirkastan hátt.

Samtalið er í raun mjög áhugvert því það miðar að því að þú skiljir betur hver þú ert í raun og hvað það er sem fær þig til að stíga í rétta átt. Þú færð speglun á þig, gildi þín og viðhorf, og gætir uppgötvað nýja möguleika og jafnvel hliðar á þér sem þú vissir ekki af áður.

Markþjálfar Ljóssins eru:

Matti Osvald er heilsuráðgjafi og vottaður PCC markþjálfi. Hann hefur unnið með Ljósinu frá árinu 2008, m.a. við að halda utan um fræðsluna fyrir karlmenn.

Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir er ACC markþjálfi með M.Ed í menntunarfræði. Hún hóf störf í Ljósinu í byrjun árs 2020.

Tímapantanir eru í síma 561-3770.

Helstu upplýsingar

Umsjón: Matti Osvald og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

Tímapantanir í síma 561-3770