Iðjuþjálfi er tengiliður þinn við Ljósið. Hann aðstoðar þig við að setja saman endurhæfingaráætlun til að tími þinn í Ljósinu nýtist sem best. Tilgangur endurhæfingarinnar er að viðhalda og bæta lífsgæði, ýta undir bata, vinna með styrkleika og finna leiðir til að byggja upp andlegt, félagslegt og líkamlegt þrek.

Fyrsta viðtal við iðjuþjálfa tekur um það bil klukkustund. Í viðtalinu er farið yfir þær breytingar sem verða við greiningu krabbameins, áhrif þess á daglega iðju, hlutverk, fjölskylduhagi, tilfinningalíf og margt fleira. Iðjuþjálfi fylgir þér eftir með áframhaldandi viðtölum sem eru hugsuð til stuðnings, ráðgjafar og eftirfylgni. Iðjuþjálfi aðstoðar þig við að skoða það sem viðkemur daglegri iðju, gildin þín og virkni þannig að endurhæfingin skili þér árangri og stuðli að útskrift úr Ljósinu.

Í ferlinu eru oft notuð stöðluð matstæki sem hjálpa þér að setja orð á hlutina. Iðjuþjálfinn fylgir þér eftir eins lengi og endurhæfingarþörf vegna krabbameins er til staðar.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Þá sem eru að hefja endurhæfingu vegna krabbameins

Umsjón: Iðjuþjálfar Ljóssins

Tímapantanir í síma 561-3770