Velkomin í Ljósið – Kynningarfundir

Vertu velkomin/n í Ljósið

Til að stíga inn í endurhæfingarferlið eftir að hafa horft á myndbandið er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 561-3770 eða fylla formið út hér til hægri og við munum hafa samband við þig.

——

Alla þriðjudaga kl. 11:00 eru kynningarfundir hjá okkur fyrir 46 ára og eldri um starfsemi Ljóssins og þá þjónustu sem við bjóðum krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra.

Alla miðvikudaga kl. 11:00 eru kynningarfundir fyrir 16-45 ára. Fjölskyldumeðlimir eru velkomnir með á fundina.

Þegar þú kemur fyrst í Ljósið mun starfsmaður taka á móti þér og kynna þá starfsemi og þjónustu sem í boði er. Krabbameinsgreindir þurfa ekki að framvísa læknisbeiðni til að nýta sér endurhæfingarúrræði Ljóssins.

Í Ljósinu leggjum við áherslu á að:

  • taka vel á móti öllum sem til okkar leita
  • veita faglega þjónustu
  • skapa heimilislegt og jákvætt andrúmsloft
  • bjóða upp á hollan og góðan hádegisverð
  • halda kostnaði þátttakenda í lágmarki
  • sinna allri fjölskyldunni

Hér á heimasíðunni okkar má finna töluvert magn upplýsinga sem geta verið hjálplegar þegar einstaklingur greinist með krabbamein.

Ef svo stendur á að þú kemst ekki á þeim tíma sem kynningarfundir eru í boði bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 561-3770 eða að koma við hjá okkur þegar þér hentar og fá þá stutta kynningu. Við opnum kl. 8:30 og dyrnar okkar standa þér opnar til kl. 16 alla virka daga.

Kynningarfundur í myndbandsformi

Skráðu þig í þjónustu

    Upplýsingar:

    *Fylla þarf út stjörnumerkta reiti.