Útivist – krefjandi ganga með Ljósinu

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins alla miðvikudaga.

Farið verður frá Ljósinu kl. 12:30 en einnig verður hægt að mæta beint á það bílastæði sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13:00. Yfir vetrartímann eru allar göngur með fyrirvara um breytingu vegna veðurs en dagskrá gönguhópsins má skoða hér neðar.

Einnig er hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebook hópnum Útivistarhópur Ljóssins. 

Æskilegt er að þátttakendur geti gengið rösklega í u.þ.b 90 mínútur.

Umsjón með hópnum hefur Birna Markúsdóttir, íþróttafræðingur.

Miðvikudagurinn 20.mars 2019

Kæru útivistargarpar!

Ganga morgundagsins er með breyttu sniði þar sem veðurspáin ætlar að hafa 14 metra vestanátt og alskýjað. Því hefur verið ákveðið að koma okkur í skjól milli trjánna og verður gengið frá Maríuvöllum í Heiðmörk. Á kortinu sjáið þið að við höfum einmitt lagt á bílastæðinu sem merkt er Engjar við Vífilstaðavatn. Keyrt er lengra í suðurátt og þá er komið að stóru bílastæði við Maríuvelli (rauður punktur á korti).
Ég, Birna, verð í leyfi á morgun en Guðrún Erla og Gyða Rán munu sjá um að halda uppi gönguhraða og fjöri.

Karlar eru sérstaklega velkomnir!!

Farið er frá Ljósinu kl 12:30 ef einhvern vantar að húkka far annars er hist á bílastæði við Maríuvelli kl 13:00.

Mikilvægt að klæða sig eftir veðri, vindum og aðstæðum.

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 12:30 við Ljósið, gengið af stað kl. 13:00

Umsjón: Birna Markúsdóttir, íþróttafræðingur