Útivist – krefjandi ganga með Ljósinu

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins alla miðvikudaga.

Farið verður frá Ljósinu kl. 12:30 en einnig verður hægt að mæta beint á það bílastæði sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13:00. Yfir vetrartímann eru allar göngur með fyrirvara um breytingu vegna veðurs en dagskrá gönguhópsins má skoða hér neðar.

Einnig er hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebook hópnum Útivistarhópur Ljóssins. 

Æskilegt er að þátttakendur geti gengið rösklega í u.þ.b 90 mínútur.

Umsjón með hópnum hefur Birna Markúsdóttir, íþróttafræðingur.

Miðvikudagurinn 9. janúar — Birna og Guðrún Erla
Gönguleið: Skáldaleið frá Gljúfrasteini að Helgufossi
Gangan er 6 km með 110 metra hækkun.
Förum frá Ljósinu kl 12:30 og hittumst við bílastæðið við Gljúfrastein kl 13:00.
Lagt af stað í gönguna kl 13:05.

Miðvikudagurinn 16. janúar — Birna og Inga Rán
Gönguleið: Ofan Rauðavatns
Lítil hækkun og óvissuferð í lengd.
Förum frá Ljósinu kl 12:30 og hittumst á bílastæði Morgunblaðshallarinnar.
Lagt af stað í gönguna kl 13:05.

Miðvikudagurinn 23. janúar — Birna og Gyða Rán
Gönguleið: Guðmundarlundur að Elliðavatni
Lítilsháttar hækkun og 5 – 6 km.
Förum frá Ljósinu kl 12:30 og hittumst á bílastæði Guðmundarlundar ofan hesthúsahverfisins á Kjóavöllum í Kópavogi.
Lagt af stað í gönguna kl 13:05.

Miðvikudagurinn 30. janúar — Birna og leynigestur
Gönguleið: Vífilstaðavatn með tvisti
Hækkun einhver og leiðin ævintýri.
Förum frá Ljósinu kl 12:30 og hittumst á bílastæði hjá Vifilstaðavatni.
Lagt af stað í gönguna kl 13:05.

 

Smelltu hér til að sækja prentvæna útgáfu af útivistinni í janúar 2019

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 12:30 við Ljósið, gengið af stað kl. 13:00

Umsjón: Birna Markúsdóttir, íþróttafræðingur