Útivist – krefjandi ganga

Síðasta skipulagða ganga útivistarhóps Ljóssins var 29. maí 2019. Vegna skipulagsbreytingar hefur verið ákveðið að sleppa tökunum af hópnum og gefa honum frelsi sem sjálfstæðum útivistarhóp.

Hópurinn mun koma saman í byrjun hausts (auglýst síðar), ásamt Birnu íþróttafræðing, sem mun ýta útivistarstarfinu úr vör og formlega setja verkefnið í hendur þeirra meðlima sem hafa sótt útivistina í fjölmörg ár.

Útivistin verður bæði fyrir einstaklinga í virkri endurhæfingu í Ljósinu og útskrifaða. 

Hópurinn er með síðu á Facebook – allr upplýsingar má finna á Útivistarhópur Ljóssins

 

Njótum útiveru – hvernig sem viðrar!

 

 

 

 

 

Helstu upplýsingar