Jafningjahópur fyrir fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein og búsett er á landsbyggðinni.

Reynslan hefur sýnt að jafningjastuðningur er eitt af mikilvægustu bjargráðunum sem nýtast þegar fólk er að takast á við breyttan veruleika. Að heyra reynslu annarra og spegla sig í því mannlega veitir oft á tíðum mikinn stuðning og styrk. Jafningjahópar hafa starfað í Ljósinufrá upphafi og verið einn af máttarstólpum í þjónustunni. Nú viljum við veita þeim sem eru búsettir á landsbyggðinni vettvang til að fá fræðslu, bjargráð, reynslu, stuðning og ráð sem nýtast í krefjandi aðstæðum.

UPPLÝSINGAR

Tímasetningar:

Hefst 14. október
Annan hvern föstudag klukkan 11:00

Umsjón:

Louisa, iðjuþjálfi
Hópurinn er þátttakendum að endurgjaldslausu

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770

Skrá í hóp