Ljósið vill deila reynslu og þekkingu með öðrum fagaðilum og styrkja samvinnu við endurhæfingarúrræði í heimabyggð.
Við bjóðum fram krafta okkar í formi þekkingar, reynslu og stuðnings.
Landsbyggðardeildin er þróunarverkefni ætlað að meta og mæta þörfum fólks á búsett á landsbyggðinni sem er að glíma við krabbamein og aðstandendum þeirra.
Verkefnið fór formlega af stað í nóvember 2020 og verður í stöðugri þróun til að mæta endurhæfingaþörfum þeirra sem nýta þjónustuna. Samhliða því að móta leiðir til að auka aðgengi að endurhæfingarúrræðum Ljóssins óháð búsetu er markmið deildarinnar að auka samvinnu við þjónustu og fagaðila í heimabyggð.
Vonir standa til að verkefnið muni ekki einungis gagnast þeim skjólstæðingum sem nýta þjónustuna heldur einnig auka samheldni og samfellda þjónustu meðal þeirra sem starfa með einstaklingum sem hafa fengið krabbamein.
Fyrir frekari upplýsingar eða fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja í síma 561-3770