Hvað er boðið upp á í fjarendurhæfingu?

Einstaklingsmiðuð líkamleg- og sálfélagsleg endurhæfingu sem er aðlöguð að aðstæðum og þörfum hvers og eins.

Viðtöl við fagaðila Ljóssins í gegnum viðurkenndan fjarfundabúnað eða í húsakynnum Ljóssins sé þess óskað. Allir sem hefja þjónustu hjá Ljósinu fá fyrst viðtal við iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem sjá um innskráningu í þjónustu, veita fræðslu, ráðgjöf og eftirfylgd.

 

Fagaðilar í fjarendurhæfingu Ljóssins

Iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, sálfræðingur, fjölskyldufræðingur, markþjálfi og næringaráðgjafi

Þjónusta í fjarendurhæfingunni

Námskeið fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra í gegnum fjarfundabúnað.  Námskeiðin eru miðuð að mismunandi þörfum eftir því hvar fólk er statt í ferlinu t.d.  fræðsla fyrir nýgreinda og Aftur til vinnu eða náms.

Líkamleg endurhæfing og einstaklingsmiðuð þjálfunaráætlun sem miðar að því að draga úr aukaverkunum og bæta heilsu eftir læknisfræðilegt inngrip vegna krabbameins. Boðið upp á myndbönd og streymi frá æfingum sem henta á ólíkum stigum endurhæfingar. Athugið að þjónustuþegar geta nýtt sér sérhæfða fræðslu um hreyfingu og þjálfun á meðan krabbameinsmeðferð stendur og fyrst á eftir að henni lýkur samhliða annarri þjálfun eða endurhæfingu.

Dagskrá í rafrænu formi, „kaffihúsa“spjall, örfræðsla, umræðuhópar, handverk, líkamsrækt o.fl.

Ráðgjöf, fræðsla, jafningja- og fjölskyldustuðningur.

Stuðningur við að finna og nýta endurhæfingarúrræði í nærumhverfi sé þess kostur.