Takk Ljósavinir

Ljósavinir eru ómetanlegur þáttur í starfsemi Ljóssins. Með þínu framlagi geta nú yfir 500 ljósberar notið endurhæfingar og stuðnings í hverjum mánuði.

Það er ekkert sem býr mann undir að greinast með krabbamein en með þinni hjálp getum við boðið þeim sem greinast faglega endurhæfingu.

Fyrir það erum við ævinlega þakklát.

Nafn: Anna Guðrún Auðunsdóttir

Aldur: 49

Starf/nám: Viðskiptafræðingur í Fjárhagsbókhaldi Landspítala

Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Mér fannst það skrítið fyrst en núna er það eins og að koma heim. Dásamlegt starfsfólk sem tekur alltaf vel á móti manni með brosi, hlýju og húmor. Ég er líka svo þakklát fyrir þennan vettvang til að hitta fólk í svipaðri stöðu og geta borið saman bækur um líðan og fengið góð ráð.

Hvernig fréttir þú af Ljósinu: Var bent á það af vinum og fjölskyldu.

Hver er uppáhaldsdagskrárliðurinn þinn í Ljósinu: Það er tvennt sem stendur upp úr. Annars vegar námskeið fyrir nýgreindar konur þar sem ég eignaðist góðar vinkonur. Hins vegar hreyfingin, en ég er dugleg að mæta í tækjasalinn.

Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Nei

Nafn: Þröstur Ólafsson

Aldur: 59

Starf/nám: Vélstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu.

Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Fyrst var ekki laust við kvíða en eftir að hafa kynnst starfsfólki Ljóssins fór kallinn að léttast í lundu.

Hvernig fréttir þú af Ljósinu: Var bent á það af vinum og fjölskyldu.

Hver er uppáhaldsdagskrárliðurinn þinn í Ljósinu: Núvitundin var í uppáhaldi en það er erfitt að gera upp á milli góðra námskeiða og fyrirlestra.

Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Faðir minn benti mér á starfsemi Ljóssins, þar sem konan hans heitin hafði sótt þjónustu þar til hún lést.

Nafn: Magnea Mist Einarsdóttir

Aldur: 21

Starf/nám: Var að klára 1. árið í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og ætla núna að taka smá námspásu og fara að vinna.

Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Ég var alveg pínu stressuð því ég hafði, síðan ég vissi hvað Ljósið var, haldið að það væri bara eldra fólk sem færi þangað. En það var tekið alveg rosalega vel á móti mér og æðislegt fólk sem starfar þarna. Hjálpaði, og hjálpar, mér að mæta á námskeið og fleira, en það hefði verið gaman ef fleiri væru á mínum aldri svo maður gæti kynnst jafnöldrum í sömu sporum. Hvet því alla að fara í Ljósið, sama á hvaða aldri maður er!

Hvernig fréttir þú af Ljósinu: Mig minnir að ég hafi frétt af því í gegnum ættingja.

Hver er uppáhaldsdagskrárliðurinn þinn í Ljósinu: Námskeiðin sem ég fór á þegar ég kom fyrst í Ljósið voru æði, annars hef ég verið að mæta í nudd, myndlist og íþróttatíma. Það er svona það helsta.

Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Það var enginn ástvinur minn sem gerði það en ég myndi algerlega hvetja fólk til þess!

Nafn: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir

Aldur: 36

Starf/nám: Sjúkraliði/listakona.

Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Tilfinningin að mæta í Ljósið er eins og að koma á heimili. Alltaf tekið á móti manni með bros á vör og yndislegur ilmur úr eldhúsinu í kringum hádegi er best.

Hvernig fréttir þú af Ljósinu: Ég hafði alveg heyrt af Ljósinu áður en frétti af þjónustunni á brjóstamiðstöðinni á Landspítala.

Hver er uppáhaldsdagskrárliðurinn þinn í Ljósinu: Uppáhaldsliðurinn minn er klárlega leirinn. Þar kynntist ég sköpunargleðinni og komst að því að ég er bara nokkuð góð í því að skapa.

Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Dóttir mín sem er að verða 11 hefur tvisvar farið á barnanámskeiðið hjá Ljósinu. Henni fannst það svo gaman að hún skráði sig sjálf aftur á námskeiðið. Hún er að reyna að sannfæra mig um að fá að fara í þriðja sinn.

Nafn: Hlynur Logi Víkingsson

Aldur: 24

Starf/nám: Stefni á nám í haust.

Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Eintóm vellíðan í rauninni, það taka alltaf allir svo vel á móti manni, starfsfólkið alltaf brosandi og lætur manni líða vel. Maður er líka mjög þakklátur fyrir að hafa stað eins og þennan til að leita til þegar það er eitthvað.

Hvernig fréttir þú af Ljósinu: Maður hefur einhvern veginn alltaf vitað af stofnuninni en ætli það hafi ekki verið í gegnum fjölskyldu og vini, en einnig miklar og góðar upplýsingar á netinu.

Hver er uppáhaldsdagskrárliðurinn þinn í Ljósinu: Hef átt í vandræðum með jafnvægið eftir ferlið þannig að jafnvægistímarnir hjálpa mikið og eru minn uppáhaldsdagskrárliður.

Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Já, mamma fór til sálfræðings og líkaði vel.

Nafn: Haukur Gunnarsson

Starf/nám: Bílstjóri.

Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mætir í Ljósið: Mjög góð tilfinning. Alltaf vel tekið á móti manni.

Hvernig fréttir þú af Ljósinu: Á heima rétt hjá Ljósinu og hef vitað af því lengi. Kom oft við þegar þar var banki.

Hver er uppáhaldsdagskrárliðurinn þinn í Ljósinu: Hreyfingin er mitt uppáhald.

Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Nei.