Fjarheilbrigðisþjónusta nú í boði í Ljósinu. Á undanförnum vikum hefur Ljósið innleitt nýja fjarheilbrigðisþjónustu í gegnum forritið Kara Connect. Kara Connect býður upp á sérhæfðan hugbúnað fyrir aðila sem fást við viðkvæmar persónuupplýsingar eins og til dæmis heilbrigðisstofnanir en forritið er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR). Fyrirkomulagið er einfalt en krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra óska eftir fjarfundi