Svæðanudd

  Þér stendur til boða að panta tíma í svæðanudd. Tímapantanir í síma 5613770.  Kl.tími kostar 5000,- kr. Nuddið er eingöngu ætlað krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra Hvað er svæðanudd: Svæðameðferðariðnin byggir á þeirri kenningu að í fótum og höndum séu endurvarpssvæði, sem samsvara hverjum líkamshluta og líffæri í líkamanum. Ef t.d. einhver líkamshluti eða líffæri er illa fyrirkallað vegna þreytu, álags eða sjúkdóms verður það svæði, sem samsvarar þeim líkamshluta aumt viðkomu. Hægri fótur svarar hægri hlið líkamans og vinstri fótur vinstri hlið. Þessi „aumu“ svæði skilgreinast oft sem þykkildi, samanþjöppun af örsmáum ögnum eða einfaldlega sem spenna af þjálfuðum svæðanuddara. Fæturnir innihalda, eins og aðrir hlutar orkulíkamans, orkustöðvar (chökrur), sem verða fyrir áhrifum við meðhöndlun. Samhliða því verður taugakerfið fyrir áhrifum og eymslin á svæðunum eru trúlega vegna þess, að skyntaugar eru ofurviðkvæmar fyrir ytri áhrifum. Efnisaukning eða hersli á íþyngdu svæði skrifast á aukna vöðvaspennu. Slík vöðvaspennu aukning stofnar i voða efnaskiptum vöðvanna, sem skipta frá eðlilegu súrefnisnotandi yfir í ekki-súrefnisnotandí efnaskipti, þar sem safnast fyrir mjólkursýra. Með því, að hafa áhrif á þessi svæði á kerfisbundinn hátt með markvissu þrýstinuddi og handfjötlun nást fram í lok meðferðar þrjú megináhrif: Eðlileg starfsemi allra liffæra og kirtla i líkamanum, bætt taugaslarfsemi og blóðrásarflæði, og það sem miklu máli skiptir, slökunarástand, sem einkennist af líkamlegu og andlegu jafnvægi.