Styrkir vegna hjálpartækja

Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja.

Opna þarf Pdf skjal nr. 1155 um hjálpartæki. Leitið að hjálpartækjaflokk 06 og sérstaklega á 0630 sem fjallar um Gervihluta aðra en gervilimi.

 

Styrkupphæðir 2014

Hárkollur

Styrkupphæðin að hámarki kr. 77.000 á ári gildir samtals fyrir allt sem talið er upp undir þessum lið en ef aðeins er sótt um húfu eða höfuðfat þá er styrkurinn að hámarki kr. 15.000

 

Gervibrjóst

Styrkupphæðin að hámarki kr. 42.500 fyrir 1 stk. Ef óskað er eftir að annað brjóstið á 1. árinu sé sundbrjóst þá er upphæðin fyrir það að hámarki kr. 18.500. Samþykkt er 1 brjóst á ári eftir 1. árið og er þá hægt að velja hvort það sé venjulegt EÐA sundbrjóst en styrkurinn fyrir sundbrjóstið er alltaf lægri upphæð en hitt.

 

Fleygar

Hámarksstyrkur kr. 38.500 á ári en sama fjöldatala gildir um þá eins og brjóstin. Læknisvottorð:  Varðandi umsóknir um brjóst þá þarf læknisvottorð að vera yngra en 5 ára gamalt, annars þarf að útvega nýtt.

 

Nánari upplýsingar fást hjá starfsfólki Ljóssins í síma 561-3770 og starfsfólki Sjúkratrygginga Íslands.

 

Endurgreiðsla vegna mikils kostnaðar

Þann 1. október 2015 tók gildi ný reglugerð um endurgreiðslu vegna mikilis kostnaðar vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju og talþjálfunar.  Lesa  nánar á TR