Fjögurra vikna fjarnámskeið gegnum Zoom fyrir einstaklinga í landsbyggðardeild Ljóssins.
Fræðslufyrirlestrar með hagnýtum bjargráðum sem geta nýst öllum í endurhæfingu. Bjargráð sem nýtast í daglegu amstri og ætlað er að draga úr neikvæðum áhrifum sem veikindin geta haft á daglegt líf.
Markmið:
Að bjóða upp á fræðslu og bjargráð sem gagnast öllum þeim sem eru að takast á við afleiðingar krabbameinsgreiningar (miðað við að það sé innan við ár frá greiningu, metið eftir tilvikum). Fræðsla tekur tillit til þess að aðgengi að þjónustu og aðstæður geta verið mismunandi hjá hverjum og einum. Takmarkið er við að kynna leiðir og lausnir sem hægt er að nota án þess að þurfa að leita út fyrir heimabyggð.
Dagskrá
Fyrirlestarnir fara fram í gegnum fjarfundabúnað, en þátttakendur þurfa einungis nettengingu og tölvu/spjaldtölvu/snjall síma með myndavél og hljóði til að geta tekið þátt.
27. apríl- Endurhæfing með eigin höfði – Unnur María Þorvarðardóttir, iðjuþjálfi
Fræðsla um hvers vegna endurhæfing skiptir máli og hvernig hægt er að finna tækifæri til endurhæfingar í daglegu amstri.
4. maí – Tilfinningagreind og kraftur í streitunni, Eyþór Eðvarðsson sálfræðingur
Veitir hagnýt og góð ráð um hvaða áhrif tilfinningar og streita hafa á líðan og hvernig við getum nýtt þau okkur til framdráttar.
11. maí – Svefn og öndun – Eydís Helga Garðarsdóttir, iðjuþjálfi
Á þessum fyrirlestri verður farið yfir mikilvægi svefns, svefnrútínu og hvernig svefn og rétt öndun getur auðveldað okkur framkvæmd daglegra athafna
18. maí – Líkamleg endurhæfing – Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari
Hvetjandi fræðsla um áhrif líkamlegrar endurhæfingar á almenna heilsu og líðan.
Til að geta tekið þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að vera skráður í þjónustu hjá Ljósinu.
Næsta námskeið
Nýtt námskeið hefst 27.apríl 2022
Umsjón: Eydís Helga Garðarsdóttir, iðjuþjálfi
Námskeiðin eru samtals 4 skipti frá kl: 13.00 – 14.30.
Skráning og frekari upplýsingar í síma 561-3770 eða með því að senda á eydis@ljosid.is
Skráning fer einnig fram í gegnum hnappinn hér fyrir neðan.