Snyrting og dekur

bl_andlitsbad.pngLjósið býður nú upp á einkatíma hjá snyrtifræðingi, hægt er að panta tíma í eftirfarandi dekur. Snyrtifræðingur Ljóssins notar eingöngu snyrtivörur frá Blue Lagoon. Meðferðirnar eru unnar í samstarfi við Bláa Lónið sem leggur til Blue Lagoon húðvörurnar; Ljósinu að kostnaðarlausu.

Tímarnir eru á mánudögum og tímapantanir eru í síma 561-3770.

Tímarnir eru hugsaðir fyrir bæði kynin.

Snyrtifræðingur Ljóssins er  Erla Jóhannsdóttir.

Í boði eru einnig sérhönnuð snyrtinámskeið. Nánari upplýsingar eru hjá Ljósinu.

Athugið að tímarnir eru eingöngu ætlaðir krabbameinsgreindum.

 

Meðferðir með Blue Lagoon húðvörum

Blue Lagoon húðverndarvörurnar eru byggðar á virkum efnum heilsulindarinnar og gera fólki kleift að njóta hluta þessa einstaka vistkerfis hvar og hvenær sem er. Kremin eru öll hágæðakrem án aukaefna. Sjá nánar um Blue Lagoon vörurnar hér neðar á síðunni.

 

Andlitsmeðferð

Kraftaverkaandlitsbað – 60 mínútur

Kraftaverkatvenna Bláa Lónsins nýtur sín í  þessu notalega andlitsbaði. Meðferðin er sniðin að þínum þörfum en húðin mun öðlast aukinn ljóma og fyllast orku. Kísillinn og Þörungurinn ásamt jarðsjó Bláa Lónsins hafa öfluga eiginleika varnar og uppbyggingar. Í sameiningu hjálpa þeir húðinni að ná jafnvægi og að fá þann styrk og næringu sem hún þarfnast. Slakandi nudd og dagnæring í lok meðferðar gerir meðferðina að notalegri stund.

Verð: 7.000 kr

 

Hendur

Heilbrigðar og vel snyrtar hendur veita okkur aukið öryggi og setur fallegan svip á heildarútlit okkar.

Handsnyrting – 45 mínútur

Meðferðin hefst á hlýju handabaði. Þá eru neglur mótaðar og naglabönd snyrt og í lok meðferðar fá hendur endurnærandi nudd.

Verð: 6.000

 

Fætur

Heilbrigðir fætur veita andlega og líkamlega vellíðan, eitthvað sem allir ættu að fá að njóta.

 

Fótsnyrting  – 60 mínútur

Meðferðin hefst á hlýju og ilmandi fótabaði. Því næst eru iljar, neglur og naglabönd snyrt og í lok meðferðar fá fætur endurnærandi nudd.

Verð: 7.000 kr

 

Augu

Augabrúnirnar skipa stórt hlutverk í ásýnd okkar og skipta okkur því gjarnan miklu máli. Til að viðhalda fallegum augabrúnum er ráðlegt að hugsa vel um þær og jafnvel láta dýpka litinn og móta þær að þínum óskum.

 

Litun brúna og augnhára ásamt mótun – 45 mín

Verð: 4.000 kr

Litun brúna og mótun

Verð: 3.500kr

 

 

bluelagoon_logo.jpg

bl_kisilmaski.png Um Blue Lagoon húðvörur:

Blue Lagoon húðvörurnar veita fullkomið samræmi milli náttúru og vísinda. Þær eru byggðar á náttúrulegum Blue Lagoon jarðsjó sem þekktur er fyrir lækningamátt og virk efni.

Blue Lagoon jarðsjórinn, lækningamáttur hans, efnasamsetning og lífríki er einstakt. Blue Lagoon húðvörurnar byggja á jarðsjónum, innihaldsefnum hans og lífvirkni, virkni jarðsjávarins er haft að leiðarljósi við alla vöruþróun. Kísill, þörungar og steinefni eru uppistaða virkra efna í Blue Lagoon húðvörum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þörungarnir draga úr öldrun húðarinnar með því að viðhalda kollagenbúskap hennar, kísillinn styrkir starfsemi efsta varnarlags húðarinnar og steinefnin veita húð nauðsynlega næringu. Þessir eiginleikar stuðla að því að draga úr fínum línum og hrukkum, viðhalda þéttleika húðarinnar, veita raka, næringu og aukna vellíðan.

Blue Lagoon þriggja þrepa orkumeðferð er byggð á þremur mikilvægum þáttum í daglegri umhirðu húðarinnar til að hreinsa, gefa orku og næra. Húðin verður hrein, endurnærð og ljómandi af orku.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Krabbameinsgreinda

Hvenær: Á mánudögum
Tímapantanir í síma 561-3770

Hvar: Ljósinu, Langholtsvegi 43

Snyrtifræðingar: Erla Jóhannsdóttir