Ljósið hefur boðið uppá kennslu í slæðuhnýtingum. Það var ljósberinn Aníta Berglind Einarsdóttir sem átti frumkvæðið af þessari kennslu. Eftir að hafa greinst með krabbamein og misst hárið fór hún að kynna sér möguleikana á öðruvísi og smart höfuðfötum fyrir konur sem misst hafa hárið. Það getur verið mikið áfall að missa hárið og margar konur geta ekki notað hárkollur, þá er gott að geta komið Ljósið og fengið leiðsögn með smart slæðuhnýtingar í notalegu umhverfi. Hér eru góðar leiðbeiningar hvernig hægt er að binda slæður Slæðuhnýtingarnámskeið eru auglýst sérstaklega. Hægt er að fá leiðsögn í slæðuhnýtingum hjá Ernu Magnúsdóttir og Guðrúnu Ýr. Erna ~ mánudagar frá kl: 13.00- 15.00 Guðrún Ýr ~ fimmtudagar frá kl: 13.00 – 15.00 Vinsamlega látið vita af ykkur í síma 5613770 Sýnishorn af slæðuhnýtingum.