Síðdegishópur

Nýtt í Ljósinu: Síðdegishópur í líkamsrækt fyrir þá sem eru að vinna sem og þá sem eru að ljúka eða hafa lokið meðferð.  Þörf er á að skrá sig í tímana.

Tilgangur:

  1. Að koma til móts við ljósbera sem eru í virkri endurhæfingu og geta ekki mætt í salinn á hefðbundnum opnunartíma.
  2. Stuðningur við ljósbera sem eru aftur á leið út á vinnumarkaðinn.

Áherslur:

  • Alhliða þol og styrktarþjálfun. Möguleiki á stýrðri upphitun og teygjum.

Tímarammi:

  • Hver tími er frá kl 16:15 – 17:15, möguleiki á að byrja kl 16:00 ( auka upphitun)
  • 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum
  • Tímabil fer eftir endurhæfingarþörf hjá ljósberum í virkri endurhæfingu.

Ath:  Ekki verður í boði að fara í sturtu eftir tímana.