Sérhæfð endurhæfing eftir brjóstaaðgerð

Sérhæfðir og sérhannaðir tímar fyrir konur sem hafa farið í skurð vegna brjóstakrabbameins. Í tímunum fræða þjálfarar Ljóssins og kenna hvernig mögulegt er að hámarka hreyfigetu, styrk og vellíðan í kjölfar skurðaðgerða á brjóstum.

Tímarnir eru ætlaðir konum 2-4 vikum eftir skurð (skurður að fullu gróinn) og æfingarnar til þess fallnar að brúa bil í 2-6 vikur eftir aðgerð eða þar til þjàlfarar  (sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur) telja að tími sé kominn til að fara í styrkjandi æfingar í æfingasal.

Helstu upplýsingar

 

 þriðjudagar og fimmtudagar kl:14.00-14.45

Staðsetningar:  Æfingahúsnæði Ljóssins

Umsjón hafa þjálfarar Ljóssins.