Samstarf Hreyfingar og Ljóssins

hreyfing_logo.pngSjúkraþjálfarar Ljóssins taka krabbameinsgreinda í þolpróf og viðtöl, að því loknu er gerð persónuleg áætlun með hverjum og einum. Við bjóðum uppá styrktarþjálfun í tækjasal undir leiðsögn einu sinni í viku, hópleikfimi og alhliða þrek og styrktarþjálfun undir leiðsögn þrisvar sinnum í viku. Auk þess er hægt að fara í alla opna tíma í Hreyfingu í Glæsibæ. Ljósberar hafa verið duglegir við að nýta sér þessi góðu tilboð.

Kort í Hreyfingu fást eingöngu í gegnum Ljósið og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein.

Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 561-3770 eða á Langholtsvegi 43.