Við erum nú að bjóða upp á nýjan tíma í Ljósinu til að auka liðleika og styrk.
Tímarnir eru á Langholtsveginum á fimmtudögum kl. 15:00.
Hver tími kostar 300 kr – 10 tíma kort 3000,-
Hvað er Pilates?
Æfingarnar eru góð blanda af styrktar-og teygjuæfingum sem bæta líkamsstöðu, draga úr álagi og byggja upp langa vöðva án þess að auka vöðvamassa um of. Pilates æfingarnar reyna samtímis á alla vöðvahópa líkamans með mjúkum, samfelldum hreyfingum þar sem aðaláhersan er lögð á að styrkja kvið-, bak-, rassvöðvar, mjaðmir og læri.
Eykur styrk, sveigjanleika og jafnvægi.
Byggir upp langa og fallega vöðva án þess að auka vöðvamassa um of.
Dregur úr stressi, losar um spennu og eykur orkuna með djúpum teygjum.
Bætir líkamsstöðuna.
Hryggurinn verður sterkari og sveigjanlegri.
Eykur líkamsmeðvitund.
Allir geta stundað æfingarnar, ungir sem aldnir, íþrótta- eða kyrrsetufólk. Hægt er að aðlaga, breyta og sérsníða æfingarnar eftir þörfum hvers og eins.
Kennari í Ljósinu er Lilja Guðmundsdóttir hóptíma- og zumbadanskennari.
Helstu upplýsingar
Hvenær: Fimmtudagar kl. 15:00
Hvar: Ljósinu, Langholtsvegi 43
Verð: Hver tími kostar kr. 300, 10 tíma kort kostar kr. 3.000
Kennari: Lilja Guðmundsdóttir, hóptíma- og zumbadanskennari
Skráning í síma 561-3770