Myndlist fyrir byrjendur

Myndlistarnámskeið með fastara móti fyrir byrjendur.

Farið í litafræði, mótíf og annað sem þarf til að fá góðan grunn í listinni. Við hvetjum alla ljósbera sem hafa áhuga á myndlist til að skrá sig.

Þátttakendum bjóðast penslar og grunnlitir til afnota og einnig erum við með nokkrar gólf- og borðtrönur sem standa til boða.

Þátttakendur þurfa að koma með striga eða arkir.

 

Helstu upplýsingar

Miðvikudagar kl. 10:00 – 14:00

Kennari: Margrét Zophaníasdóttir, myndlistarkennari og Sigrún Marinósdóttir

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770