Þetta námskeið er hugsað sem kynning á mismunandi efnum og aðferðum í myndlist. Á námskeiðinu eru tekin fyrir grundvallaratriði í teikningu og málun.
Efnið sem unnið er með í teikningu eru teikniblýantar, kol, krítar og mismunandi pappír. Lögð er áhersla á frumform, myndbyggingu og hvernig maður mótar og framkallar form með línu, ljósi og skugga. Einfaldar uppstillingar (hlutateikning).
Í málun er áhersla lögð á litafræði s.s. að þekkja grunnlitina, litahringinn, andstæðuliti, litatóna og litablöndun. Unnið er með vatnsliti, gerðar verða fjölbreyttar tilraunir með mismunandi pappír og tækni.
Einnig er unnið með akrílmálingu jafnt á pappír, striga og masonít. Áhersla lögð á eiginleika efnisins (akrílmálningar). Málað þunnt og þykkt með fínum og grófum penslum, spöðum og ýmsum íblöndunarefnum, mismunandi mótíf. Hlutbundið og óhlutbundið.
Heimaverkefni í boðið fyrir þá sem það vilja.
Mest allt efni og áhöld eru á staðnum.
Námskeiðið stendur í 6 vikur
Helstu upplýsingar
Þriðjudagar kl. 10:00 – 12:30 og 12:30 – 15:30
Kennari: Margrét Jónsdóttir, myndlistarkennari
Upplýsingar í síma 561-3770