Lótushús

lotus_hus.jpg  Brahma Kumaris, Andleg fræðslumiðstöð (World Spiritual University) er heiti á alþjóðlegum samtökum sem stofnsett voru 1936 á Norður Indlandi. Skólinn rekur yfir 8500 hugleiðslumiðstöðvar í meira en 100 löndum víðsvegar um heiminn. Skólinn hefur engan „gúrú“ og sú þekking sem boðið er uppá nýtist fólki óháð kynstofni eða trúarbrögðum. Brahma Kumaris er aðili að Sameinuðu þjóðunum sem samtök án landamæra, NGO. Einnig hafa samtökin ráðgefandi aðild að Efnahags- og þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna sem og ráðgefandi stöðu í UNICEF, Barnahjálp stofnunarinnar.  Brahma Kumaris hefur hlotið ýmsar viðurkenningar frá Sameinuðu þjóðunum fyrir verkefni sem stuðla að alheimsfriði. Auk hugleiðslunámskeiða sem haldin eru á miðstöðvum Brahma Kumaris út um allan heim hafa samtökin tekið virkan þátt í mótun samfélagsins og unnið með fjölmörgum opinberum stofnunum, m.a. spítölum, skólum og fangelsum. Einnig hefur Brahma Kumaris skipulagt og tekið þátt í margvíslegum umræðum um ýmis viðfangsefni jafnt á staðbundnum sem alþjóðlegum vettvangi og er markmiðið ávallt að stuðla að friði og auknum skilningi í heiminum. Hvernig er starfsemi skólans fjármögnuð? Skólinn hefur að leiðarljósi að andleg þekking sé réttur hvers einstaklings og þess vegna eru öll námskeið sem haldin eru á vegum skólans þátttakendum að kostnaðarlausu. Starfræksla miðstöðvanna er fjármögnuð með frjálsum framlögum leiðbeinenda og þátttakenda námskeiðanna. Þrátt fyrir að skólinn sé skráður sem góðgerðarstofnun í mörgum löndum stendur hann ekki  fyrir peningasöfnunum. Fjármögnun á sér stað eingöngu í gegnum frjáls framlög þeirra sem góðs hafa notið af starfsemi skólans.    Um Sigrúnu Olsen, stofnenda íslensku miðstöðvar Brahma Kumaris, Lótushús