Lögfræðiráðgjöf

Lögfræðiráðgjöf Ljóssins Ljósið býður nú skjólstæðingum sínum upp á lögfræðiráðgjöf. Markmið Lögfræðiráðgjafar Ljóssins er að auðvelda skjólstæðingum sínum að takast á við lögfræðileg vandamál sem einstaklingar þurfa að kljást við í kjölfar þess að þeir greinast með krabbamein. Við hvað er hægt að fá ráðgjöf?

  •      Lagalegar spurningar vegna fjárhagsvanda
  •      Réttindi vegna veikinda hjá stéttarfélögum
  •      Aðstoð vegna samskipta við stjórnvöld eða fjármálastofnanir
  •      Aðra lögfræðilega ráðgjöf eftir atvikum

  Lögfræðiráðgjöf Ljóssins er skjólstæðingum hennar alfarið að kostnaðarlausu. Hins vegar er vakin athygli á því að lögfræðiráðgjöf kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna vinnu lögmanna vegna málaferla eða annarra verkefna sem lögmenn sinna fyrir skjólstæðinga sína. Ráðgjafi er Georg Andri Guðlaugsson lögfræðingur Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Ljóssins í síma 5613770