Líkamsrækt og einkaþjálfun fyrir ungt fólk

Við bjóðum uppá styrktarþjálfun í tækjasal undir leiðsögn einu sinni í viku, hópleikfimi og alhliða þrek og styrktarþjálfun undir leiðsögn tvisvar sinnum í viku. Auk þess er hægt að fara í alla opna tíma í Hreyfingu í Glæsibæ.
Kort í Hreyfingu eru afgreidd í gegnum Ljósið, nánari upplýsingar eru í síma 5613770
 
Tímar fyrir ungt fólk
Við bjóðum uppá sér tíma í tækjasal fyrir ungt fólk sem vill auka þrek og þol undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Markmiðið er að hitta fólk á sama aldri og fá þanning hvatningu og stuðning til að efla líkamshreysti.
Tækjasalur
Umsjón með tækjasal er G.Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari
Líkamsrækt er mjög mikilvæg fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og skiptir ekki máli á hvaða stigum sjúkdómurinn er, líkamsþjálfun hefur alltaf góð áhrif. Styrktarþjálfun hjálpar til við hin ýmsu vandamál sem fylgja meðferð og er þessi listi ekki tæmandi: 

  •       byggir upp vöðva
  •       styrkir bein
  •       styrkir hjarta og æðakerfið
  •       bætir ónæmiskerfið
  •       spornar við þreytu
  •       bætir lífsgæði og dregur úr þunglyndi
  •       hjálpar til við þyngdarstjórnun
  •       bætir sjálfsmynd og sjálfstraust

 
Kennsla í tækjasal
Ljósið býður nú uppá einkatíma í kennslu í tækjasal, Í tímanum er farið yfir rétta líkamsbeitingu við styrktarþjálfun og stillingu á tækjum. Haukur sér um kennslu í tækjasal, panta þarf tíma hjá Hauk sjúkraþjálfara. 
Hver og einn fær áætlun sem hann/hún vinnur markvisst í til þess að bæta sig, Haukur sjúkraþjálfari sér um að setja upp líkamsræktarplan.