Slökunarmeðferð er í boði fyrir krabbameinssjúklinga
og aðstandendur þeirra á Landspítala

Hjúkrunarfræðingar veita meðferðina. Meðferðin samanstendur af; styðjandi samtali,
kennslu mismunandi slökunar- og hugleiðsluleiða og leiddri slökun. Sýnt hefur verið
fram á að meðferðin getur bætt lífsgæði og dregið úr tíðni og styrk einkenna eða
aukaverkana vegna krabbameins og meðferðar.

Markmið meðferðar er að draga úr kvíða og annarri vanlíðan. Einnig að kenna
fólki leiðir til sjálfshjálpar og til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin líðan.
Einstaklingsslökunarmeðferð er í boði flesta virka daga. Meðferðin fer fram í
þægilegum stól, í viðtalsherbergi á deild 11-F og varir í klukkustund. Einnig er hún veitt í
styttri tíma, við rúm sjúklinga á legudeildum.
Hópslökunarmeðferð er í boði fyrir þá einstaklinga sem eru að hefja
krabbameinslyfjameðferð. Hún fer fram í lyfjameðferðarherbergi, á deild 11-B og varir í
45 mínútur. Tilgangur meðferðarinnar er að auðvelda það að mæta í fyrstu lyfjagjöf
og að upplifa notalega stund í lyfjagjafarstólnum.
Meðferðin er gjaldfrjáls ef viðkomandi sjúklingur er innskrifaður á legudeild eða fer sama
dag í lyfjameðferð. Annars þarf að borga komugjald á göngudeild eða í hópslökun.

Tímapantanir og frekari upplýsingar er hægt að fá hjá ritara
á deild 11-C eða í síma 543 6130
Verið velkomin!